Færsluflokkur: Menning og listir

Söngleikurinn HÉR & NÚ til Finnlands

FRÉTTATILKYNNING:

  

Sokkabandinu hefur verið boðið að fara með sýninguna sína Hér & Nú á leiklistarhátíðina í Tampere í Finnlandi, sem haldin verður dagana 4. – 10. ágúst n.k. Leiklistarhátíðin í Tampere er elsta, stærsta og virtasta leiklistarhátíðin á Norðurlöndum og býður uppá það helsta sem er að gerast í framsæknu finnsku og erlendu leikhúslífi á ári hverju. Hátíðin í ár verður sérstaklega glæsileg, en þetta er í fertugasta sinn sem hún er haldin. Einnig verður lögð sérstök áhersla á norræna leiklist þar sem Norrænir leiklistardagar fara fram í Tampere á sama tíma.

 

Hér & Nú er frumsaminn söngleikur, eins konar nútíma “revía” sem frumsýnd var á Litla sviði Borgarleikhússins 11. nóvember 2007. Sýningum lauk í lok janúar 2008 en leikhópnum var síðan boðið að sýna Hér & Nú á alþjóðlegu leiklistarhátíðinni LÓKAL sem haldin var hér í Reykjavík í mars s.l. Fjölmargir erlendir leikhópar sóttu hátíðina heim sem og erlendir blaðamenn, gagnrýnendur og annað fagfólk. Þýski menningarblaðamaðurinn Jan Oberlander sá Hér & Nú á hátíðinni og var yfir sig hrifinn af sýningunni. Á nachtkritik.de, sem er vinsæl og virt leiklistargagnrýnisíða í Þýskalandi, líkir hann Sokkabandinu við leikhópa á borð við She She Pop og Gob Squad en þeir hópar þykja hvað framsæknastir í þýsku leikhúsi í dag. Einnig komu forsvarsmenn leiklistarhátíðarinnar í Tampere og vakti sýningin það mikla lukku að leikhópurinn fékk strax í kjölfarið boð um að sýna á hátíðinni. Samningar hafa nú náðst við forsvarsmenn beggja aðila og er nú staðfest að leikhópurinn er á leið til Finnlands í byrjun ágúst.  

 

Hér & Nú samanstendur af uppistandi, stuttum leikþáttum, eintölum, leikjum, dansnúmerum og frumsömdum sönglögum. Efniviðurinn var tekinn úr heimi glanstímarita eins og Séð & Heyrt, Hér & Nú og Vikunni sem og spjallþátta, bloggsíðna og annarra fjölmiðla sem hafa það að leiðarljósi að skemmta okkur íslendingum með dramatískum lífsreynslusögum og fréttum af fræga fólkinu. Í sýningunni skoðar leikhópurinn heim þar sem miðlarnir eru orðnir eins og skriftarstólar fyrir fólk úr öllum stéttum samfélagsins og allar fréttir sagðar með sömu upphrópunarmerkjunum og í sama tón, hvort sem um er að ræða krabbamein, ástarsambönd eða súkkulaðigosbrunna.

 
Sokkabandið er afsprengi Skjallbandalagsins sem setti upp “Beyglur með öllu” í Iðnó fyrir nokkrum árum síðan. Stofnendur eru þær Arndís Hrönn Egilsdóttir og Elma Lísa Gunnarsdóttir leikkonur, og hafa þær frá upphafi haft það að markmiði að stuðla að nýsköpun í íslensku leikhúsi, vinna að nýjum íslenskum verkum og þróa nýjar vinnuaðferðir. Með verkum sínum hafa þær reynt að spegla íslenskan samtíma og kryfja tíðarandann hverju sinni. Sokkabandið hefur áður sett upp þrjú verk: Faðir Vor í Iðnó 2004, Mindcamp í Hafnarfjarðarleikhúsinu 2006 og Ritskoðarinn í Sjóminjasafninu 2006.

 

Hér & Nú var samstarfsverkefni leikhópsins Sokkabandsins og Borgarleikhússins og var framleitt með styrk frá Menntamálaráðuneytinu. Verkið var unnið af leikhópnum í sameiningu, en leikarar í sýningunni eru Arndís Hrönn Egilsdóttir, Elma Lísa Gunnarsdóttir, Hjálmar Hjálmarsson, María Heba Þorkelsdóttir og Stefán Hallur Stefánsson. Frumsamin tónlist er eftir Hall Ingólfsson sem einnig leikur og spilar í sýningunni, leikmyndahönnuður er Kristján Björn Þórðarson og framkvæmdastjóri verkefnisins er Hera Ólafsdóttir. Leikstjóri sýningarinnar er Jón Páll Eyjólfsson.

 

Endanleg dagskrá leiklistarhátíðarinnar í Tampere verður tilkynnt í byrjun maí 2008 og verður hægt að kynna sér hana á heimasíðu hátíðarinnar, www.teatterikesa.fi .


Hér & Nú boðið að sýna á LÓKAL - alþjóðlegu leiklistarhátíðinni í Reykjavík

Sokkabandinu hefur verið boðið að sýna Hér & Nú á LÓKAL, sem er alþjóðleg leiklistarhátíð sem haldin verður í fyrsta skipti hér í Reykjavík í byrjun mars 2008. Þetta er mikill heiður þar sem aðeins tveimur öðrum íslenskum sýningum var boðið að taka þátt. Erlendu sýningarnar eru ýmist frá Bandaríkjunum, Frakklandi og Belgíu.

Hátíðin stendur yfir dagana 6. - 9. mars og verður Hér & Nú sýnd á sunnudeginum 9. mars kl. 15:00. Sýningarstaðurinn er sá sami, þ.e. á litla sviði Borgarleikhússins. Nú geta þeir sem misstu af þessari geggjuðu sýningu notað tækifærið og keypt miða, en ég myndi drífa í því sem fyrst þar sem aðeins er um þessa einu sýningu að ræða auk þess sem sætafjöldi er takmarkaður.  

Það er hægt að kaupa miða bæði á www.borgarleikhus.is og á www.midi.is en nánari upplýsingar um hátíðina í heild sinni er hægt að nálgast á www.lokal.is.

 

Sokkabandið 


Síðasta sýningin á Hér & Nú!

Jahérna, nú er þá komið að því!!!

Fimmtudagskvöldið 31. janúar 2008 kl. 20 sýnum við síðustu sýninguna á nútímasöngleiknum okkar, revíunni geggjuðu og grátbroslegu "Hér & Nú"! Að því tilefni hvetjum við alla, bæði mús og menn, að fjölmenna inn á Litla svið Borgarleikhússins til að missa ekki af þessari snilld, taka myndavélarnar með sér og búa til minningar sem munu gleðja komandi kynslóðir þegar ísöld skellur á mannkynið eftir 50 ár eða svo.

Við höfum fengið marga góða gesti til okkar, bæði í áhorfendasal og í leynigestsleiknum okkar alkunna; þjóðþekktar persónur eins og Auddi, Geir Ólafs, Sveppi, Eva María, Gunni Helga, Krummi, Steinunn Valdís Óskarsdóttir og hinn eini sanni Gilzenegger hafa heiðrað okkur með nærveru sinni og komið askvaðandi inná svið til okkar í BT músarbúningnum góða og gula. Gaman verður að sjá hver mun leynast inní búningnum þetta síðasta skipti, en sá heppni áhorfandi sem giskar rétt mun fá veglegan vinning frá einum af okkar styrktaraðilum. 

Ekki missa af þessu frábæra tækifæri, enn eru til miðar þegar þetta er skrifað en "fyrstir koma, fyrstir fá". Miðasala er í síma 568-8000 eða á www.borgarleikhus.is

Góða skemmtun!

Sokkabandið 


Gunni Helga, Eva María, Krummi og svo Ólafur Eff ?

Gunni Helga

Eva MaríaKrummi  

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 
Skrítin tík og baktjöld  með smá makki
Til hamingju Reykjavík því Ólafur F er hér. Já nýr borgarstjóri er tekin við Villti tryllti Villi hefur sannað og sýnt að spakmæli fyrrum handboltalandsliðsþjálfara " sá vinnur sem er mesti refurinn" er hverju orði sannara. Pólitíkin er svolítið eins og Lúkas. Maður heldur að hún sé daunill og óspennandi, líflaus og svo bara hókus pókus .... nýr borgarstjóri rís upp hress og lúkkar næstum því eins og gaurinn í CSI, þessi með gráa hárið.  En þessi skriðtækling Ólafs Eff og Villa Góða hefur víðtækari áhrif en bara í ráðhúsinu þar sem menn, þó að það sé líklegra að það sé kona og eflaust á vegum starfsmannaleigu,eru önnum kafnir við að hreinsa burt öll ummerki um 103 daga Burgmeister tíð Dags B. Já kasti maður steinvölu í tjörnina þá gárar víða.

 Dagur að kveldi kominn..
Við í Sokkabandinu höfum fengið liðstyrk frá frægasta fólki Íslands á litla sviðinu í Borgó. Þar hafa celeb landsins hjálpað okkur að gera lífið skemmtilegra með því að taka þátt í leynigestleik. Nú síðast var það Gunnar Helgason orkubolti og uppáhaldsleikari Sokkabandsins. Takk Gunni fyrir innlitið og hjálpina. Þar á undan var Eva María gestur okkar og er óhætt að segja að hún hafi borið höfuð og herðar yfir kynsystur sínar sem komið hafa til okkar í heimsókn. Enda er hún aðlaðandi og geislandi greind, takk Eva þú ert frábær. Ekki má gleyma Krumma í mínus sem kom sá og rokkaði feitt. Nú þegar ljóst er að sýningum fer fækkandi, fækkar einnig tækifærum til þess að fá fræga í heimsókn. Hinn nýi nú gamli borgarstjóri Dagur B hafði verið mjög hátt á lista yfir þá sem okkur þóttu eftirsóknarverðir. Og nú má upplýsa að Sokkabandið hefur staðið í miklum samningaviðræðum og þreifingum með það fyrir augum að fá hinn nýja nú gamla borgarstjóra Dag B til þess að koma til okkar.  En þá kastar Ólafur F grjóti í tjörnina. Það eru náttúrulega óskrifaðar reglur celeb-heimsins að maður getur ekki boðið einhverjum sem er fyrrverandi eitthvað. Sokkabandið er sorgmætt því Dagur er bæði myndarlegur og hress. Með hjálp nýjustu tölvutækni var okkur kleift að setja saman mynd sem af framtíðinni  hefði  orðið ef ekki fyrir grjótkastara þessa heims.

Hér-&-Nú-gestir-dagur006

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Sokkabandið 

 

 


Auðunn Blöndal ..tekinn?

Auddi leynigestur 6.12.07

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Giskin gestur 

Já hann er hrókur alls fagnaðar hann Auðunn Blöndal eða "Auddi" eins og flestir þekkja hann ef ekki bara öll þjóðin nema kannski ef að það er einhver íslendingur sem hefur verið herbergisfélagi Bin Ladens og haldið honum selskap í felum. Hann Auddi gerði sér lítið fyrir um daginn og vatt sér í BT músar búninginn eins og fleiri "celeb" hafa gert og var leynigesturinn í "Hér og Nú" á Litla Sviðinu í Borgó. Hann sést hér á myndinni hér að ofan ásamt hinum giskna gesti sem hlaut vegleg verðlaun frá Vörutorginu fyrir getspeki sína.

Machó mús

Fáir hafa borið BT músarbúninginn jafn karlmannlega eins og Auðunn gerði þetta frábæra kvöld. Var rómur manna að hann hefði gædd búninginn karlmannlegri orku og útgeislun.  Ekki var laust við að kvenþjóðin fengi smá hnykk í hnén við að berja heljarmennið augum. Það fór hins vegar vel á með vinningshafanum og Audda og eitt er víst einhverjar "guggur" í salnum hafi viljað vera í hans sporum. 

Dagur eða Davíð?

Nú í kvöld laugardagskvöld er sýning og hver veit hvaða "celeb" fer í músarhaminn. Kannski fyrrverandi forsætisráðherra okkar nýsextugur eða okkar eigin "ER" stjarna og borgarstjóri Dagur Bé? Hver veit ?

Sjáumst á litla sviðinu.. 

 Sokkabandið 


Vísindakirkjan...vísundakirkjan? Tom Cruise veit svarið...

Já við rákumst á þetta myndbrot þar sem Tom Cruise talar af hjartans einlægni um Vísindakirkjuna og lætur n geysa um nauðsyn þess að skapa "nýjan veruleika".  Tom Cruise er margt merkilegur karakter og eflaust rekur einhverja minni til ummæla hans í sófanum hjá Opruh og fimleika þá sem hann tók í sama sófa. Öll hegðun hans þar var á sama orkustigi og íþróttaálfurinn ef að hann myndi sprauta sig með frúktósa beint í æð. Það lýsti Cruise líka því yfir að hann ætlaði að borða fylgjuna þegar hans ektakvinna hefði skilað henni af sér eftir fæðinguna. Hann uppskar þann vafasama heiður í kjölfarið að vera sá einstaklingur sem bandarískar konur vildu síst sænga með sem er skiljanlegt enda furðulegur forleikur að bjóða upp á kampavín og súkkulaðihúðaða fylgjubita. Kannski er það hluti af hinum "nýja veruleika" að snarla á fylgjum. En endilega látið ekki sögur um fylgjuát fæla ykkur frá því að hlýða á helsta talsmann vísindakirkjunnar. 

Sokkabandið


Jesú kristur...Helgi Péturs..múham ....Krummi

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Stuðmenn stundu.. 

Já Stuðmenn sungu um árið eitthvað í líkingu við þetta á "Sumar á Sýrlandi" ef að mig rekur rétt minni til.  Nei Stuðmenn voru ekki að troða upp á Litla Sviðinu Borgarleikhúsinu en engu að síður var þar mikið stuð og menn ... og auðvitað konur líka síðastliðið föstudagskvöld á sýningu á Hér og Nú á Litla Sviðinu í Borgarleikhúsinu.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Krummi er kúl ...

Leynigestur kvöldsins var Krummi í Mínus og stóð hann sig með mikilli prýði og náði að skora mörg rokkprik helsti keppinautur hans gæti hugsanlega verið Rúnni Júll en hver veit hvað framtíðin ber í skauti sér eða í BT músarbúning.  Við í Sokkabandinu kunnum Krumma miklar þakkir fyrir og hvetjum alla til þess að berja hann augum í Jesus Christ Superstar og merja hlustina með þrusuraust hans og leikbræðra og systra. Hver veit kannski verður eitthvað páskatilboð á Superstar. Síðasta kvöldmáltíðin og sjóv. 

 Sokkabandið


Íslenskt vatn drukkið í Hér og Nú !

kristaal daddi

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Leið Réttvísinnar

Já það eru stórfréttir að Paris Hilton drekki íslenskt vatn sérstaklega nú um stundir á þessum tímamótum sem hún stendur á. Paris hefur nýlokið við að afplána dóm sinn með fangelsisvist og víst er að íslenska vatnið mun eflaust veita henni styrk til þess að feta hinn þrönga og bugðótta stig réttvísinnar. Við í Söngleiknum Hér og Nú á Litla Sviði Borgarleikhússins drekkum eingöngu Íslenskt Vatn. Egils Kristall og því til sönnunar sést hér á myndinni að ofan hverjir drekka þann magnaða drykk. Á hverri sýningu gæða leikarar og áhorfendur sér á Egils Kristall í boði Ölgerðarinnar. Það er víst að þessi Kristalsdrykkja hefur eflaust átt stóran þátt í því að stjörnur þær sem koma í heimsókn til okkar og leikararnir í söngleiknum hefur tekist að feta veg réttvísinnar og ekki orðið leiksoppar glæpasamtaka og jafnvel endað sem burðardýr eiturlyfjasala. Sokkabandið segir "Takk Egill"

  


mbl.is Paris Hilton drakk íslenskt vatn í grjótinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tjáðu þig...

 Ef myndband birtist ekki þá vinsamlegast smellið á fyrirsögn  

Sýning í kvöld og sunnudag ...

 Sokkabandið


Láttu ekki fötlun þína aftra þér.... New wheels on the block

Draumar munu rætast

Eins og flestir vita er Hér og Nú söngleikur og eitt laganna heitir "Draumar munu rætast" og má hlýða á það í tónlistarspilara hér á síðunni. En þessir listamenn sem koma fram í myndbandinu hér að ofan eru Norskir kollegar okkar og á sinn snildarlega hátt ná þeir skemmtilegum viðsnúningi á okkur og hugmynd okkar um poppstjörnur.  Heja Norge

 Sokkabandið


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband