HÉR & NÚ

Leikhópurinn Sokkabandið er afsprengi Skjallbandalagsins sem setti upp “Beyglur með öllu” í Iðnó fyrir örfáum árum. Stofnendur eru þær Arndís Hrönn Egilsdóttir og Elma Lísa Gunnarsdóttir leikkonur, og hafa þær frá upphafi haft það að markmiði að stuðla að nýsköpun í íslensku leikhúsi, vinna að nýjum íslenskum verkum og þróa nýjar vinnuaðferðir. Með verkum sínum hafa þær reynt að spegla íslenskan samtíma og kryfja tíðarandann hverju sinni. Sokkabandið hefur áður sett upp þrjú verk:

Faðir Vor í Iðnó 2004 - Leikstjóri: Agnar Jón Egilsson

Mindcamp í Hafnarfjarðarleikhúsinu 2006 - Leikstjóri: Egill Heiðar Anton Pálsson

Ritskoðarinn í Sjóminjasafninu 2006 - Leikstjóri: Jón Páll Eyjólfsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband