Frumsýning á sunnudag!

Jæja, þá er loksins búið að festa frumsýningardaginn hjá okkur og verður hann sunnudaginn 11. nóvember n.k.  Leikararnir okkar eru svo vinsælir og í svo mörgum öðrum sýningum að við höfum þurft að hliðra til. En núna hliðrum við ekki til lengur, tökum okkar pláss og gerum það með trompi - á sjálfu Eddu-kvöldinu!!!

Þrátt fyrir að sýningar séu ekki hafnar fer hver að verða síðastur að komast að sjá sýninguna fyrir áramót - það eru einungis tvær sýningar sem ekki eru uppseldar, 22. nóvember og 29. desember.  Fyrir þá sem vilja spara sér aur bendi ég einnig á forsýningarnar föstudaginn 9. nóv kl 14 og laugardaginn 10. nóv kl. 14 - þá kostar miðinn bara 1000 kr! Endilega tryggið ykkur miða sem fyrst.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég vil bara óska ykkur hins besta með sýninguna! Ég fór í gær á forsýninguna og skemmti mér konunglega.  Verulega nútímalegt verk  og allt lagt í.  Leikmyndin er æðislega nýtískuleg og allt á sínum stað. Það er ekki hægt að láta sér leiðast á sýningu þar sem allt er á fleygiferð og áhorfandinn dansar með. Að sjálfsögðu tók ég með myndavél til að mynda ykkur, bara það að mega hafa kveikt á síma og taka myndir er nýbreyttni sem flestum mun líka við.

Til hamingju með frábæra sýningu! 

 ÁFRAM  SOKKABAND

Anna Björg (IP-tala skráð) 11.11.2007 kl. 12:29

2 identicon

Mig langar líka að óska ykkur til hamingju. Ég bjóst við góðri sýningu hjá ykkur og varð ekki fyrir vonbrigðum. Tónlistin kom mér skemmtilega á óvart. Bæði lög og textar eru smellin og mörg þeirra væri ég alveg til í að hlusta á í bílnum:) Ég ætla því að hrósa tónlistinni og mjög áhugaverðri sýningu þar sem 'allt' er gert í þeim tilgangi að 'skemmta' áhorfendunum;)

Takk fyrir mig,

Jóna

Jóna (IP-tala skráð) 13.11.2007 kl. 00:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband