Færsluflokkur: Tónlist

Vondu mennirnir ... Gefins!

Lukastravelkit

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hallur Ingólfsson ...þarf eitthvað að ræða það? 

 Já við í Sokkabandinu höfum náð samkomulagi við tónlistarstjóra okkar og tónskáld Hall Ingólfsson, en hann er útsetjari, upptakari , textasmíðari , hljóðfæraleikari , bakraddasöngvari og allround gúddí gæi. Hann hefur sem sagt heimilað dreifingu á alnetinu á þeim lögum úr sýningunni sem hafa verið hljóðrituð með söng leikaranna og er hér í viðhengi við þennan póst.

 Kreppa en von um öflugri froðuvélar.

Það þykir víst ekki gott viðskiptavit að gefa vöru eða þjónustu án endurgjalds og næsta víst ömurleg viðskiptaáætlun. En kreppan starir á okkur sem opin gröf og sveiflur markaðarins senda fjölda spákaupmanna í dýpstu þunglyndisdali, þar sem þeir leigja sér sumarbústað sérstaklega hannaðan fyrir þunglynda spíruspekúlanta. En ágætu vinir óttist ekki þegar neyðin er stærst er hjálpin næst... fregnir herma að búið sé að panta öflugri froðuvél til landsins og er hún væntanleg hvað úr hverju.

Vondir menn og íþróttataska 

En á meðan við bíðum eftir hinni supersize-uðu froðuvél mæli ég með því að þið niðurhalið "Vondu Mennirnir" sem er í viðhengi við þetta innslag, framlag. Svo ef að lagið kitlar þá er hver að verða síðastur að sjá söngleikinn okkar .... 

 Sokkabandið


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Lúkas lifir í draumi... Hlustið!!!

Tónlistin í "HÉR & NÚ" er að taka á sig mynd og hefur tónlistarstjórinn og tónsmiður okkar, Hallur Ingólfsson, borið fram hvert snilldarlagið á fætur öðru. Textarnir eru ýmist samdir af honum, Hjálmari Hjálmarssyni eða leikhópnum í sameiningu. Til að auðvelda leikurunum að læra lögin gerir Hallur demó, eða prufuupptöku, fyrir hvert lag þar sem hann sjálfur syngur allar raddir og spilar. Í næstu viku verða tekin upp nokkur lög með leikurunum, en þangað til eru hér þrjú af prufulögunum hans Halls - svona til að gefa ykkur smá innsýn í það sem koma skal.

Í tónlistarspilaranum hér til vinstri eru þrjú demó; "Lúkas lifir", "Draumar munu rætast" og "Ég á það, ég má það". Hlustið og njótið!


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband