Færsluflokkur: Menning og listir

Að vera opinskár ... og hress

 Ef myndband birtist ekki þá vinsamlegast smellið á fyrirsögn  


Geir Ólafs og Daddi slá í gegn á Hér og Nú!

Geir Ólafs leynigestur 22.11.07

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Kjartan leynigestur 2.12.07

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 



ICE BLUE FOR YOU 

Já hann minkar ekki stjörnufansinn á Hér og Nú í Leynigestsleiknum. Nú síðast hin góðkunni stórsöngvari og "krooner" Ice Blue  AKA Geir Ólafs. En hann sést hér á mynd fyrir ofan ásamt vinningshafanum. Fregnir herma að það hafi farið vel á með þeim félögunum ...hver veit nema þeir hafi kíkt í kollu eftir sýninguna?

KIKNAÐI Í HNJÁNUM

Þá var það hinn landsþekkti gamanleikari Kjartan Guðjónsson sem kom sá og sigraði hug og hjörtu áhorfenda enda geðþekkur og hress. Á myndinni hér að ofan má sjá hann ásamt vinningshafa kvöldsins sem að eigin sögn segist ekki missa af þætti með "stelpunum" í þeirri von að berja Kjartan augum og var djúpt snortinn að fá að hitta hann í eigin persónu.

ÞORGRÍMUR EÐA ÞRÁIN?

Nú um næstu helgi verða tvær sýningar og hver veit nema að átrúnaðargoð þitt stigi á svið í dulargerfi ? Já enginn veit, nema við, hver mun klæðast BT músarbúningnum næstu helgi. Næstu sýningar eru föstudaginn 11 janúar og sunnudaginn 13 janúar á Litla Sviði Borgarleikhússins. Láttu sjá þig á Litla sviðinu.

 Sokkabandið


Nálykt og myndmál

clip_image012



























Það er nokkuð undarleg aðgerð að meina gagnrýnanda aðgangi að frumsýningum sínum á þeim forsendum að hann hafi notað myndmál sem brjóti á gestum leikhússins. Samband leikhúss og gagnrýnenda er flókið og undarlegt samband. Minnast má ummæla Ed Harris leikara um gagnrýnendur og dóma. Hann einfaldlega hætti að lesa þá því hann gat ekki hugsað sér að stunda þá hræsni að vitna í dóma sem voru honum í hag en úthúða gagnrýnandanum ef hann sagði eitthvað slæmt. Það er líka umhugsunarvert að refsing Jóns Viðars er fjárhagslegs eðlis. Hann fær ekki lengur boðsmiða heldur þarf að greiða fyrir miðann. Hver veit nema þeir sem vilja standa vörð um málfrelsið muni selja boli eins og þennan sem má sjá hér að ofan til styrktar framtíðar leikhúsferðum Jóns.
 
Sokkabandið 
 

mbl.is „Gagnrýnendur eiga að vera mannbætandi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hreinskilni er svo mikilvæg..

 Ef myndband birtist ekki þá vinsamlegast smellið á fyrirsögn  


Dómari slúðrar .... Hress

papparazzi 1


















 Frábært framtak sem á eflaust eftir að hjálpa okkur að gera lífið skemmtilegra. Enda er fátt skemmtilegt að gerast þarna niðri í Írak eða í Afríku heldur vildi ég vita meira um Britney ,börnin, brjálæðið  og brúnkumeðferð. Vitneskja um bremsuför gæludýra Britney á húsgögnum og forræðisdeiluna við KFed. Öll sú hjálp sem við fáum við að gera líf okkar bærilegra án þess að það krefji okkur um þáttöku eða afstöðu er bæði tímasparandi og afþreyjandi. Muna bara að gott er að láta fyrirsagnir ríma samanber "Clooney klúðrar í Kenía". 
 
Sokkabandið 
 

mbl.is Knattspyrnudómari opnar slúðursíðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þekkir þú Þennan mann?


ert-(thorn)etta-tu

























Vinningshafinn í leynigestsleik "Hér og Nú" hefur ennþá ekki gefið sig fram og sótt vinninginn sinn sem er veglegt æfingartæki Nordic Cross trainer í boði Vörutorgsins. Ef að þú lesandi góður þekkir þennan mann eða kannast við hann þá vinsamlegast hafðu samband við Sokkabandið. Maðurinn býður af sér nokkuð góðann þokka og sagði Gilzenegger að öll hans samskipti við hann hefðu verið mjög ánægjuleg og að hann hafi virðst vera "mjög hress gaur en ekki mjög köttaður". Ef þið hafið einhverjar vísbendingar um manninn og vitneskju um hver hann er þá hikið ekki við að hafa samband.
 
Sokkabandið 

Tilboð á "Hér og Nú"

HogN_MBL-spjald_050108

Leynigesturinn á frumsýningu H&N

Hér & Nú gestir 006

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ekki er öllum kunnugt að á hverri sýningu á Hér og Nú er leynigestur og eðli málsins samkvæmt er það aldrei sami aðilinn. Sá sem reið á vaðið á frumsýningunni var enginn annar en "Gilz" eða aka Egill Einarsson eða Gilzenegger og stóð hann sig með stakri prýði. Hann sést á myndinni hér að ofan ásamt vinningshafanum í leyngestsleiknum. Vinningshafinn hafði þá unnið til fjölda vinninga frá nokkrum styrktaraðilum okkar  BT , Hans Peterssen og Ölgerðinni Egill Skallagrímsson. Ásamt því að vinna Nordic Crosstrainer æfingasett frá Vörutorginu.  Vinningshafinn gleymdi vinningnum sínum og er beðinn að hafa samband við Sokkabandið til þess að endurheimta hann. 

Við þökkum Gilzenegger fyrir að ríða á vaðið .. sönn hetja þar á ferð
 
Sokkabandið 

Frumsýning yfirstaðin!

Þá erum við búin að frumsýna og allt gekk eins og í sögu! Höfum fengi góðar undirtektir og frábæra dóma, þannig að við getum ekki verið annað en hamingjusöm. Nú er bara að halda dampi og fylla sýningarnar fyrir jól, erum reyndar á góðri leið með það því einhverjar sýningar eru nú þegar uppseldar!

Endilega skellið ykkur í leikhús, þið sem eruð ekki búin að sjá, og ég get lofað ykkur skemmtilega sýningu sem bit er í!

Miðapantanir í síma 568-8000 eða á www.borgarleikhus.is.  


Frumsýning á sunnudag!

Jæja, þá er loksins búið að festa frumsýningardaginn hjá okkur og verður hann sunnudaginn 11. nóvember n.k.  Leikararnir okkar eru svo vinsælir og í svo mörgum öðrum sýningum að við höfum þurft að hliðra til. En núna hliðrum við ekki til lengur, tökum okkar pláss og gerum það með trompi - á sjálfu Eddu-kvöldinu!!!

Þrátt fyrir að sýningar séu ekki hafnar fer hver að verða síðastur að komast að sjá sýninguna fyrir áramót - það eru einungis tvær sýningar sem ekki eru uppseldar, 22. nóvember og 29. desember.  Fyrir þá sem vilja spara sér aur bendi ég einnig á forsýningarnar föstudaginn 9. nóv kl 14 og laugardaginn 10. nóv kl. 14 - þá kostar miðinn bara 1000 kr! Endilega tryggið ykkur miða sem fyrst.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband