7.1.2008 | 16:45
Leynigesturinn á frumsýningu H&N
Ekki er öllum kunnugt að á hverri sýningu á Hér og Nú er leynigestur og eðli málsins samkvæmt er það aldrei sami aðilinn. Sá sem reið á vaðið á frumsýningunni var enginn annar en "Gilz" eða aka Egill Einarsson eða Gilzenegger og stóð hann sig með stakri prýði. Hann sést á myndinni hér að ofan ásamt vinningshafanum í leyngestsleiknum. Vinningshafinn hafði þá unnið til fjölda vinninga frá nokkrum styrktaraðilum okkar BT , Hans Peterssen og Ölgerðinni Egill Skallagrímsson. Ásamt því að vinna Nordic Crosstrainer æfingasett frá Vörutorginu. Vinningshafinn gleymdi vinningnum sínum og er beðinn að hafa samband við Sokkabandið til þess að endurheimta hann.
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 17:19 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.