15.1.2008 | 21:26
Vísindakirkjan...vísundakirkjan? Tom Cruise veit svarið...
Já við rákumst á þetta myndbrot þar sem Tom Cruise talar af hjartans einlægni um Vísindakirkjuna og lætur n geysa um nauðsyn þess að skapa "nýjan veruleika". Tom Cruise er margt merkilegur karakter og eflaust rekur einhverja minni til ummæla hans í sófanum hjá Opruh og fimleika þá sem hann tók í sama sófa. Öll hegðun hans þar var á sama orkustigi og íþróttaálfurinn ef að hann myndi sprauta sig með frúktósa beint í æð. Það lýsti Cruise líka því yfir að hann ætlaði að borða fylgjuna þegar hans ektakvinna hefði skilað henni af sér eftir fæðinguna. Hann uppskar þann vafasama heiður í kjölfarið að vera sá einstaklingur sem bandarískar konur vildu síst sænga með sem er skiljanlegt enda furðulegur forleikur að bjóða upp á kampavín og súkkulaðihúðaða fylgjubita. Kannski er það hluti af hinum "nýja veruleika" að snarla á fylgjum. En endilega látið ekki sögur um fylgjuát fæla ykkur frá því að hlýða á helsta talsmann vísindakirkjunnar.
Sokkabandið
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 21:28 | Facebook
Athugasemdir
Ja hérna, hvílíkur fræðimaður!
Er hann ekki á einhverjum lyfjum? Ef svo er ætti hann að forðast að bera sig í viðtölum.
Hvað var hann að reyna að segja? Vísindakirkju Samviskusama Samverjann?
Forðast myndir sem hann leikur í. Finnst hann of sjálfumglaður og man í hverri töku eftir því hvað honum finnst hann fallegur og með fallegt bros.
Þætti mér hann þrátt fyrir allt góður leikari léti ég ekki fylgjur, fíkniefni eða fávitahátt hafa áhrif á mig, en nú er það fullkomnað. Myndin þarf að vera mjög góð til þess að ég láti mig hafa það að hann sé einn leikaranna.
Beturvitringur (IP-tala skráð) 16.1.2008 kl. 16:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.