19.1.2008 | 14:28
Auðunn Blöndal ..tekinn?
Giskin gestur
Já hann er hrókur alls fagnaðar hann Auðunn Blöndal eða "Auddi" eins og flestir þekkja hann ef ekki bara öll þjóðin nema kannski ef að það er einhver íslendingur sem hefur verið herbergisfélagi Bin Ladens og haldið honum selskap í felum. Hann Auddi gerði sér lítið fyrir um daginn og vatt sér í BT músar búninginn eins og fleiri "celeb" hafa gert og var leynigesturinn í "Hér og Nú" á Litla Sviðinu í Borgó. Hann sést hér á myndinni hér að ofan ásamt hinum giskna gesti sem hlaut vegleg verðlaun frá Vörutorginu fyrir getspeki sína.
Machó mús
Fáir hafa borið BT músarbúninginn jafn karlmannlega eins og Auðunn gerði þetta frábæra kvöld. Var rómur manna að hann hefði gædd búninginn karlmannlegri orku og útgeislun. Ekki var laust við að kvenþjóðin fengi smá hnykk í hnén við að berja heljarmennið augum. Það fór hins vegar vel á með vinningshafanum og Audda og eitt er víst einhverjar "guggur" í salnum hafi viljað vera í hans sporum.
Dagur eða Davíð?
Nú í kvöld laugardagskvöld er sýning og hver veit hvaða "celeb" fer í músarhaminn. Kannski fyrrverandi forsætisráðherra okkar nýsextugur eða okkar eigin "ER" stjarna og borgarstjóri Dagur Bé? Hver veit ?
Sjáumst á litla sviðinu..
Sokkabandið
Meginflokkur: Dægurmál | Aukaflokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 15:50 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.