Síðasta sýningin á Hér & Nú!

Jahérna, nú er þá komið að því!!!

Fimmtudagskvöldið 31. janúar 2008 kl. 20 sýnum við síðustu sýninguna á nútímasöngleiknum okkar, revíunni geggjuðu og grátbroslegu "Hér & Nú"! Að því tilefni hvetjum við alla, bæði mús og menn, að fjölmenna inn á Litla svið Borgarleikhússins til að missa ekki af þessari snilld, taka myndavélarnar með sér og búa til minningar sem munu gleðja komandi kynslóðir þegar ísöld skellur á mannkynið eftir 50 ár eða svo.

Við höfum fengið marga góða gesti til okkar, bæði í áhorfendasal og í leynigestsleiknum okkar alkunna; þjóðþekktar persónur eins og Auddi, Geir Ólafs, Sveppi, Eva María, Gunni Helga, Krummi, Steinunn Valdís Óskarsdóttir og hinn eini sanni Gilzenegger hafa heiðrað okkur með nærveru sinni og komið askvaðandi inná svið til okkar í BT músarbúningnum góða og gula. Gaman verður að sjá hver mun leynast inní búningnum þetta síðasta skipti, en sá heppni áhorfandi sem giskar rétt mun fá veglegan vinning frá einum af okkar styrktaraðilum. 

Ekki missa af þessu frábæra tækifæri, enn eru til miðar þegar þetta er skrifað en "fyrstir koma, fyrstir fá". Miðasala er í síma 568-8000 eða á www.borgarleikhus.is

Góða skemmtun!

Sokkabandið 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband