Sokkabandinu hefur verið boðið að sýna Hér & Nú á LÓKAL, sem er alþjóðleg leiklistarhátíð sem haldin verður í fyrsta skipti hér í Reykjavík í byrjun mars 2008. Þetta er mikill heiður þar sem aðeins tveimur öðrum íslenskum sýningum var boðið að taka þátt. Erlendu sýningarnar eru ýmist frá Bandaríkjunum, Frakklandi og Belgíu.
Hátíðin stendur yfir dagana 6. - 9. mars og verður Hér & Nú sýnd á sunnudeginum 9. mars kl. 15:00. Sýningarstaðurinn er sá sami, þ.e. á litla sviði Borgarleikhússins. Nú geta þeir sem misstu af þessari geggjuðu sýningu notað tækifærið og keypt miða, en ég myndi drífa í því sem fyrst þar sem aðeins er um þessa einu sýningu að ræða auk þess sem sætafjöldi er takmarkaður.
Það er hægt að kaupa miða bæði á www.borgarleikhus.is og á www.midi.is en nánari upplýsingar um hátíðina í heild sinni er hægt að nálgast á www.lokal.is.
Sokkabandið
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.